Sundlaugin á Suðureyri aftur opin

Sundþyrstir íbúar og gestir geta tekið gleði sína á ný því viðgerðum er lokið í sundlauginni á Suðureyri og opnar hún því aftur í dag, miðvikudaginn 7. júlí. Á meðan beðið var eftir varahlut í dælu frá útlöndum og í framhaldinu að uppsetning á honum kláraðist var drifið í viðgerð og málningarvinnu á vaðlaug.