Sundlaugin á Flateyri opnar aftur á laugardaginn
22.10.2025
Fréttir
Sundlaugin á Flateyri hefur verið lokuð í nokkurn tíma vegna bilunar í dælubúnaði sem varð til þess að laugin hélt ekki vatni. Þar sem um tímafrekar viðgerðir var að ræða var ákveðið að nýta tækifærið og mála sundlaugarkarið í leiðinni. Nú sér loks fyrir endann á þessum endurbótum og verður sundlaugin opnuð aftur laugardaginn 25. október.