Sumarnámskeið í Ísafjarðarbæ 2025

Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir börn í Ísafjarðarbæ í sumar. 

Leikjanámskeið Íþróttaskóla Ísafjarðarbæjar

Íþróttaskóli Ísafjarðarbæjar stendur fyrir leikjanámskeiði fyrir börn sem eru að ljúka 1.-4. bekk eftirfarandi dagsetningar:

  • 10.-13. júní, verð 5.000 kr.
  • 16.-20. júní, verð 5.000 kr.
  • 23.-27. júní, verð 6.125 kr.

Dagskráin samanstendur af fjölbreyttri útivist og hreyfingu. Námskeiðin fara fram alla virka daga frá kl. 9:00–12:00. Vistun er í boði frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár.

Skipt er upp í hópa eftir aldri, 1.-2. bekkur og 3.-4. bekkur eru saman. Í vikunni 16.-20. júní eru 3.-4. bekkur í golfi í Tungudal.

Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið er á Abler.

Önnur námskeið

Meðal annarra námskeiða sem eru í boði má nefna tónlistar- og leiklistarnámskeið auk þess sem íþróttafélög standa bæði fyrir námskeiðum og sumaræfingum.

Listi yfir námskeið má nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Listi yfir sumarnámskeið

Ábendingar um námskeið sem vantar á listann má senda á upplysingafulltrui@isafjordur.is.