Súgfirðingar beðnir um að spara vatnið – uppfærð frétt

Svo virðist sem vatnslögn í Staðardal í Súgandafirði hafi rofnað og því er afar lítið vatn í vatnsveitunni. Súgfirðingar eru beðnir um að fara eins sparlega með vatnið og hægt er í dag á meðan unnið er að því að finna hvar lögnin hefur rofnað.

Mögulega þarf að loka alveg fyrir vatnið síðar í dag og komi til þess verður send út sérstök tilkynning um það.

Uppfært kl. 14 þann 31. ágúst:

Leki á vatnslögn er líklega undir veginum meðfram Spilli og mögulega einnig við Stað. Á báðum stöðum hamlar vatnsviðrið viðgerðarvinnu; undir Spilli er hætta á grjóthruni og við Stað er jarðvegur svo blautur að ekki er hægt að komast með gröfu inn á hann fyrr en styttir upp. Íbúar eru því beðnir um að halda áfram að spara vatnið til morguns hið minnsta.