Suðureyri: Vatnslokun 12.-13. september

Aftur verður lokað fyrir vatnið á Suðureyri frá kl. 22 mánudaginn 12. september til kl. 7 þriðjudaginn 13. september, á meðan þrýstiprófanir á nýrri vatnslögn standa yfir.

SMS um vatnslokanir eru send til íbúa á Suðureyri í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.