Suðureyri: Truflanir á vatni 6. júní

Fyrir helgi kom í ljós að útstreymið úr vatnstankinum fyrir Suðureyri er nokkuð meira en innstreymið, sem þýðir að vatnsstaðan í tankinum helst ekki stöðug. Öfugt við vatnsvesenið í fyrrasumar er innstreymið nú alveg stöðugt, um 70 rúmmetrar á klukkustund, en útstreymið hefur verið að slá upp í 80 rúmmetra á klukkustund.

Þetta þýðir að líklega er leki í lögn einhvers staðar í bænum og til að finna hann þarf að skrúfa fyrir nokkra krana seinnipartinn og fram á kvöld í dag, þriðjudag. Íbúar gætu orðið varir við truflanir á vatninu á meðan á þessu stendur en þær ættu ekki að standa lengur en nokkrar mínútur í senn.

Íbúar eru beðnir um að fara sparlega með vatnið svo ekki þurfi að koma til lokana/vatnsskömmtunar til að ná upp stöðunni í tankinum.