Suðureyri: Lekinn loksins fundinn

Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður áhaldahúss, heldur á lagnarskömminni sem verið hefur til va…
Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður áhaldahúss, heldur á lagnarskömminni sem verið hefur til vandræða. Með honum er Axel Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Þær gleðifregnir bárust frá Suðureyri um miðja síðustu viku að lekinn sem leitað hefur verið að á svæðinu sem afmarkast af Eyrargötu, Skólagötu, Stefnisgötu og Rómarstíg var fundinn. Í ljós kom að lekinn var í lögn á gatnamótum Eyrargötu og Skólagötu og þurfti því að skipta lögninni út. 

Verkið tafðist lítillega á meðan beðið var eftir varahlutum að sunnan og svo vegna veðurs en samkvæmt fregnum frá áhaldahúsi hefur allt vatn nú verið tengt aftur. Vatnsmál á Suðureyri eru því loksins komin aftur á réttan kjöl og er íbúum og fyrirtækjum í bænum sendar kærar þakkir fyrir þolinmæðina.