Suðureyri: Breyting á áætlun strætisvagna

Frá og með mánudeginum 9. september breytist strætóáætlunin á milli Ísafjarðar og Suðureyrar.

Hádegisferðinni, sem fór frá Ísafirði klukkan 13:00 alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, verður flýtt um klukkutíma og fer klukkan 12:00 frá Ísafirði. Brottför frá Suðureyri til Ísafjarðar er svo klukkan 12:30 í stað 13:30 áður.