Stefna og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn samþykkti á 531. fundi sínum þann 4. apríl 2024 stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar árin 2024–2027.

Stefnunni er ætlað að bæta upplifun gesta, minnka álag á samfélagið, bæta umhverfismál og tryggja sjálfbærni þessarar mikilvægu atvinnugreinar til lengri tíma.

Eitt af því sem kemur fram í stefnunni er hámarksfarþegafjöldi sem miða skal við. Viðbúnaður Ísafjarðarhafnar og annarra aðila skal taka mið af áætluðum fjölda gesta í höfn. Hér eru jafnan einungis aðgengilegar upplýsingar um hámarksfarþegafjölda skips og er því miðað við það, frekar er raunverulegan fjölda. Ekki eru taldir með starfsmenn um borð. 

2024–26

0–1.000

1.000–3.000

3.000–5.000

5.000–7.000

7.000+

2027 og framvegis

0–1.000

1.000–3.000

3.000–6.000

6.000–8.000

8.000+

Hafnarstræti göngugata

   

x

x

á ekki við

Upplýsingamiðstöð opin

x

x

x

x

á ekki við

Tvöföld vakt á upplýsingamiðstöð

   

x

x

á ekki við

Tryggð opnun á Ísafjarðarkirkju og Safnahúsi

 

x

x

x

á ekki við

Heiðursmannasamkomulag um opnun á einkarekinni þjónustu

   

x

x

á ekki við

Menningarviðburðir fjármagnaðir af höfninni, t.d. á Silfurtorgi

 

 

x

x

á ekki við

Skip hvött til að fara annað*

     

x

á ekki við

Lokað fyrir bókanir fleiri skipa*

       

x

 

 

 

 

 

Áætlaður raunfjöldi um borð, 2025 og 26

0–0,7 þ.

0,7–2 þ.

2–3,5 þ.

3,5–5

5 þ.+

Áætlaður raunfjöldi um borð, 2027 og síðar

0–0,7 þ.

0,7–2 þ.

2–4 þ.

4–5,5

5,5 þ.+

*Á ekki við um árið 2024.

Aðrir punktar úr aðgerðaáætlun eru meðal annars:

  • Teknir verða upp fjárhagslegir umhverfishvatar til að draga úr mengun, t.d. EPI, þegar Alþingi heimilar slíka gjaldtöku.
  • Komið verði á varanlegri lausn á salernismálum í öllum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar sem gestir skemmtiferðaskipa heimsækja.
  • Verklegar framkvæmdir við að bæta gönguleiðir, öryggismál og aðgengi á Ísafjarðarhöfn skulu hefjast strax 2024. Samhliða verði núverandi gönguleiðir afmarkaðar betur, meðal annars til að varna því að bílar leggi á göngusvæðum. 
  • Landtaka skemmtiferðaskipa utan hafna í landi Ísafjarðarbæjar er bönnuð nema í undantekningartilvikum.
  • Skipstjórum verði bannað að þeyta skipsflautur nema þegar þess er krafist af öryggisástæðum.
  • Hafnarstjóri hafi frumkvæði að því að halda tvo fundi á ári með hagaðilum, einn í apríl og annan í september. 

Stefnan hlaut umfjöllun í nefndum bæjarins og utan bæjarkerfisins, meðal annars á fundum með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu innan lands og utan. Auk þess var kallað eftir umsögnum íbúa og stefnudrögin kynnt í fjölmiðlum.

Stefna og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024–27