Starfshópur um aðgerðir á Flateyri fundar á Flateyri og Ísafirði

Starfshópurinn ásamt bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar.
Starfshópurinn ásamt bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar.

Starfshópur sem skipaður var af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar fundar á Flateyri og Ísafirði í dag og á morgun, fimmtudag. Hópurinn mun hitta fulltrúa atvinnulífs á svæðinu, meðlimi hverfisráðs auk viðbragðsaðila. Þá verður opið fyrir alla sem vilja að hitta starfshópinn á Gunnukaffi á Flateyri frá klukkan 19:30 í kvöld, miðvikudag.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Teitur Björn Einarsson, lögmaður, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra, formaður
Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra
Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Þórdís Sif Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Steinunn Guðný Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar

Samkvæmt skipunarbréfi er verkefni hópsins að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum og gera tillögur um aðgerðir sem treyst geta stoðir byggðarinnar.