Skipulags- og matslýsingar vegna virkjana í Dýrafirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 18. mars sl. að hefja málsmeðferð á skipulags- og matslýsingum fyrir Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun í Dýrafirði, skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar við tillögugerðina til og með mánudagsins 24. maí 2021.

Ábendingar skulu berast til skipulagsfulltrúa á netfangið heidajack@isafjordur.is eða bréfleiðis á Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði.

Skipulags- og matslýsingarnatillögur:

Botnsvirkjun

Hvallátursvirkjun

 

Virðingarfyllst,
_______________________________

Heiða Jack
skipulagsfulltrúi