Skert þjónusta vegna fræðsludags starfsfólks Ísafjarðarbæjar

Fimmtudaginn 9. nóvember verður haldin sameiginleg fræðsludagskrá fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar. Dagskráin hefst í hádeginu og verður þjónusta bæjarins því að nokkru leyti skert frá klukkan 11:30.

Leikskólar og skólar loka á hádegi og dægradvöl verður lokuð. Foreldrar hafa fengið sendar upplýsingar um nákvæmar tímasetningar í tölvupósti.

Lokað verður allan daginn í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum á Flateyri, Ísafirði og Suðureyri, nema fyrir skólabörn fyrir hádegi. Íþróttamiðstöðin á Þingeyri opnar aftur klukkan 17.

Á Bókasafninu Ísafirði verður þjónusta skert frá þriðjudegi 7. nóvember til og með föstudags 10. nóvember vegna framkvæmda í kjallara. Lokað verður fimmtudaginn 9. nóvember vegna starfsdagsins. 
Venjulegur opnunartími laugardaginn, opið 13-16.

Bæjarskrifstofur í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði loka klukkan 11:30.