Skapandi sumarstörf: Ný tónlist með ísfirskum umhverfishljóðum

Í sumar var boðið upp á skapandi sumarstörf hjá Ísafjarðarbæ en þetta var annað sumarið sem ungu fólki í sveitarfélaginu gafst tækifæri á að vinna að listum sínum og miðla til annara.

Eyþór Smári S. Ringsted var einn þeirra sem var í skapandi sumarstarfi í ár og nú er hægt að heyra afrakstur vinnu hans í tveimur lögum þar sem kunnugleg umhverfishljóð á Ísafirði heyrast en í öðru laginu má heyra í krumma og í hinu heyrist í flugvél.

Hægt er að hlusta á lögin hér fyrir neðan.