Skapandi sumarstörf fara af stað

Í ár er í fyrsta skipti boðið upp á skapandi sumarstörf í Ísafjarðarbæ, þar sem ungmennum bæjarins er gert kleift að vinna að listum sínum og miðla til annara. Ungmennin munu í sumar vinna að fjölbreyttum verkefnum, m.a. bókaskrifum og tónlist. Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, hitti hluta hópsins í blíðviðrinu í dag til að skrifa undir ráðningarsamninga.