Siðareglur starfsmanna Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á 444. fundi sínum þann 24. október tillögu um siðareglur fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar. Markmið siðareglnanna er að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni við störf sín.