Samningur um móttöku flóttafólks framlengdur

Þjónustusamningur milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Ísafjarðarbæjar um samræmda móttöku flóttafólks hefur verið framlengdur til 30. júní 2024 en fyrri samningur var í gildi frá 1. febrúar 2023 til 31. janúar 2024.

Markmið samningsins er að samræma móttöku flóttafólks þannig að ríki og sveitarfélög tryggi flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur. Í samningnum eru skilgreindar upphæðir sem ráðuneytið greiðir Ísafjarðarbæ vegna stuðnings, aðstoðar og ráðgjafar sem félagsþjónusta sveitarfélagsins veitir flóttafólki, en gert er ráð fyrir að 40 manns noti þjónustuna í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi.

Samningurinn í heild