Samningur um hönnun nýrrar slökkvistöðvar undirritaður
03.09.2025
Fréttir
Þorleifur Björnsson, framkvæmdastjóri Glóru, og Sigríður Júlía við undirritun samningsins.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, undirritaði þriðjudaginn 2. september samning milli Ísafjarðarbæjar og hönnunar- og ráðgjafastofunar Glóru um hönnun nýrrar slökkvistöðvar á Ísafirði.
Verkefnið felur í sér hönnun og útfærslu aðaluppdrátta nýrrar slökkvistöðvar, í samræmi við byggingarreglugerð og gildandi deiliskipulag.
Ný slökkvistöð verður staðsett á Suðurtanga á Ísafirði og verður grunnflötur hennar að minnsta kosti 750 m2. Stöðin mun rúma slökkvibíla, búningsaðstöðu, stjórnrými, geymslur og skrifstofur.
Samkvæmt samningnum skal grunntillaga að hönnun hússins vera tilbúin 26. september næstkomandi. Lokaskil á hönnun er 7. nóvember 2025.