Salt til illgresiseyðingar
Íbúum Ísafjarðarbæjar er boðið að fá salt til að setja á illgresi á stéttum og hafa saltpokar verið settir út í öllum bæjarkjörnum.
Illgresiseyðing með salti þarf ekki að takmarkast við eigin lóð og það væri þakkarvert ef íbúar sjá sér fært að taka rölt um sín hverfi og setja salt á illgresi sem stingur upp höfðinu við götukanta og gangstéttir.
Fara þarf varlega með notkun salts í kringum annan gróður, sérstaklega trjáplöntur, og því skal takmarka notkun þess við hellur og stéttir. Við þetta má bæta að salt ræður því miður lítið við kerfil.
Staðsetning saltpoka
Flateyri:
Við grenndargáma hjá íþróttahúsinu
Hnífsdalur:
Við gamla barnaskólann
Ísafjörður:
Við grenndargáma á Landsbankaplani og við Bónus, og milli efra og neðra hverfis í Holtahverfi
Suðureyri:
Við grenndargáma hjá grunnskólanum
Þingeyri:
Við grenndargáma hjá björgunarsveitarhúsinu