Salt og gámar fyrir garðúrgang

Vorið er komið (þó það spái reyndar snjókomu á mánudaginn) og því tími til að huga að vorverkunum.

Gámar fyrir garðúrgang

Gámar fyrir garðúrgang eru tilbúnir til notkunar í öllum kjörnum Ísafjarðarbæjar. Mikilvægt er eingöngu sé settur garðaúrgangur í gámana.

Flateyri:
Á hafnarsvæði.
Hnífsdalur:
Við félagsheimilið.
Ísafjörður:

Gámur er staðsettur inni á gámasvæði Funa en einnig er gámur fyrir utan girðingu sem hægt er að nota þegar afgreiðsla er lokuð.
Suðureyri:
Við Klofning.
Þingeyri:
Við höfnina, þar sem gámabíllinn stoppar venjulega.

Salt fyrir illgresi

Bæjarbúum er einnig boðið að fá salt til að setja á illgresi og er vinna við að koma saltpokum út hafin.

Flateyri:
Við kirkjugarðinn
Hnífsdalur:
Við barnaskólann
Ísafjörður:
Við áhaldahús á Stakkanesi og milli efra og neðra hverfis í Holtahverfi
Suðureyri:
Á höfninni, nálægt vigtarskúr
Þingeyri:
Við íþróttahúsið

Góð ráð um saltnotkun:
Fara þarf varlega með notkun salts í kringum gróður, sérstaklega trjáplöntur, og best er að takmarka notkun þess við gangstéttir. Lítið dugar að nota salt á kerfil, hann er seigur og lifir yfirleitt af saltaustur.