RMF býður til rafræns samfélagsfundar um skemmtiferðaskip

Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) býður til rafræns samfélagsfundar um skemmtiferðaskip á Ísafirði miðvikudaginn 4. október kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn á ensku.

RMF hefur verið hluti af rannsókninni Sustainable Arctic Cruise Communities: From practice to governance frá ársbyrjun 2021. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stjórnun og stýringu skemmtiferðaskipa og farþega þeirra á fimm rannsóknarsvæðum á norðurslóðum; í Nuuk, Alta, Honningsvåg, Lofoten og á Ísafirði.

Á fundinum verða helstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar og þátttakendur hvattir til að taka þátt í umræðum um framtíð Ísafjarðar sem áfangastaðar skemmtiferðaskipa.

Áhugasamir geta haft samband við Ásu Mörtu Sveinsdóttur, sérfræðing hjá RMF, asamarta@rmf.is til þess að fá boð á fundinn.