Ráðherrar Framsóknarflokksins funda með bæjarfulltrúum

Ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamála­ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra, áttu fund með bæjarfulltrúum í Vestfjarðaheimsókn sinni nú á miðvikudag. Einnig var fundað með fulltrúum menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins varðandi beiðni um þríhliða samkomulag um rekstur hússins. Í sömu heimsókn undirritaði Lilja Alfreðsdóttir samstarfssamning menntamálaráðuneytisins við Lýðskólann á Flateyri til næsta árs 2021. Með samningnum er starfsemi skólans tryggð út næsta skólaár. Þá heimsóttu ráðherrarnir ýmsar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu.