Ráðgjöf fyrir hinsegin einstaklinga og aðstandendur

Ráðgjafi Samtakanna ´78, Sigríður Birna Valsdóttir, verður á Ísafirði 31. maí næstkomandi og mun bjóða upp á einstaklings-, fjölskyldu- og pararáðgjöf fyrir hinsegin einstaklinga og aðstandendur þann daginn á 2. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, Hafnarstræti 1.

Endilega nýtið ykkur tækifærið og bókið ráðgjöf í gegnum heimasíðu samtakanna, https://samtokin78.is/thjonusta/radgjof/boka-radgjof/

Vinsamlegast takið fram að um bókun á ráðgjöf á Ísafirði sé að ræða. Vakni einhverjar spurningar er hægt að hafa samband í gegnum skrifstofa@samtokin78.is eða í síma 552-7878.

Nánar má fræðast um ráðgjöfina og Sigríði Birnu hér: https://samtokin78.is/thjonusta/radgjof/um-radgjofina/ og https://samtokin78.is/thjonusta/radgjof/radgjafar/.