Óskað eftir upplýsingum um tjón rekstraraðila og einstaklinga á Flateyri

Forsætisráðuneytið hefur falið Ísafjarðarbæ að taka saman beinan kostnað samfélagsins á Flateyri vegna snjóflóðanna sem urðu að kvöldi 14. janúar 2020. Er um ræða eftirfylgni tillagna starfshóps sem skipaður var í í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri.

Í því skyni hefur ráðuneytið óskað eftir því að kallað verði eftir upplýsingum frá íbúum Flateyrar um beint tjón rekstraraðila og einstaklinga, að frátöldu rekstrartjóni, sem tengjast snjóflóðunum.

Ísafjarðarbær óskar því eftir upplýsingum sem lúta að ofangreindu, og skal þessum upplýsingum komið á framfæri með tölvupósti á netfangið postur@isafjordur.is fyrir 11. maí nk.

Í greinargerð skal koma fram:

  • Hver tjónþoli er (nafn/kennitala/heimilisfang)
  • Á hverju tjónið varð (eign/lausamunum)
  • Fjárhæð tjóns (greitt/áætlað)
  • Skýring hvernig tjón þetta tengist fyrrnefndum snjóflóðum

Með vísan til 9. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, mun innsendum upplýsingum miðlað til Forsætisráðuneytisins.