Óskað eftir tilboðum í endurnýjun lýsingar í íþróttahúsinu á Torfnesi

Umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Endurnýjun lýsingar, íþróttahúsið á Torfnesi.

Verkið felur í sér niðurrif og förgun á eldri ljósgjöfum og uppsetningu á nýjum ljósgjöfum ásamt stjórnbúnaði í íþróttasal. Í sumum tilfellum eru færri lampar settir upp í ljósalínur en teknir eru niður. Verkkaupi útvegar alla lampa en verktaki allt annað efni ásamt vinnulyftu og vinnupöllum.

Helstu stærðir:

  • Niðurrif á lampabúnaði 163 stk
  • Lampar, uppsetning, vinnuliður 81 stk
  • Stjórnbúnaður 1 heild

Sendið tölvupóst á samuel.orri.stefansson@efla.is til að óska eftir gögnum.

Helstu dagsetningar:
Verðfyrirspurn auglýst á vef Ísafjarðarbæjar 09.03.2023
Hægt að skoða aðstæður: 13.3.2023
Lokadagur fyrirspurna: 20.3.2023
Skilafrestur: 23.3.2023, kl: 10:00
Opnun tilboða:  23.3.2023, kl: 10:00 á skrifstofu Eflu, Aðalstræti 26, Ísafirði
Verkbyrjun skal vera mánudaginn 12.06.2023.
Verklok skulu vera fyrir 12.07.2023