Óskað eftir athugasemdum við drög að nýrri áfangastaðaáætlun Vestfjarða

Vestfjarðastofa kallar eftir athugasemdum við drög að endurnýjaðri áfangastaðaáætlun Vestfjarða. 

Nýrri áfangastaðaáætlun er ætlað að taka við af fyrri áætlun sem var gefin út 2018. Við vinnu áfangastaðaáætlunar 2018 var svæðinu skipt í þrennt; Strandir og Reykhóla, norðanverða Vestfirði og sunnanverða Vestfirði og voru lagðar fram aðgerðaráætlanir fyrir hvert svæði ásamt einni áætlun fyrir Vestfirði í heild. Við gerð aðgerðaráætlananna var fundað á hverju svæði en ekki innan hvers sveitarfélags og því má segja að það vantaði ákveðna dýpt í lista aðgerða. Það var því ákveðið við endurnýjun áætlunarinnar að funda með fulltrúum allra níu sveitarfélaganna sem og í hverjum þéttbýliskjarna, eða í 12 þéttbýliskjörnum í heildina.

Í áætluninni eru settar fram fjórar aðgerðaráætlanir, ein fyrir hvert svæði Vestfjarða og ein fyrir Vestfirði í heild. Jafntframt er í viðaukum settir fram sérstakir listar yfir hlaupa-, göngu- og hjólaleiðir sem og listi yfir áningarstaði sem lögð var áhersla á í vinnunni.

Frestur til athugasemda til 15. nóvember 2020 og má senda ábendingarnar á diana@vestfirdir.is.

Drög að áætluninni má finna hér.