Öll vötn til Dýrafjarðar

Við óskum aðstandendum verkefna sem hlutu styrk úr „Öll vötn til Dýrafjarðar“ verkefninu hjartanlega til hamingju, en alls fengu 16 verkefni styrk að fjárhæð alls 7 m.kr. Augljóslega er mikil gróska á Þingeyri, því umsóknir voru 39 sem er metfjöldi á landsvísu og þóttu þær allar falla vel að verkefninu þó takmarkað fjármagn hafi verið til úthlutunar. Fjármagnið var áætlað fyrir árið 2018 og hefur annað eins fengist til úthlutunar í ár. Í ljósi þess hversu margar frambærilegar umsóknir bárust hefur verið ákveðið að auglýsa strax í þessum mánuði eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2019 og eru þau sem sóttu um síðast en ekki fengu sérstaklega hvött til að sækja um aftur.

Á meðfylgjandi mynd eru styrkþegar ásamt verkefnastjóra og fulltrúum verkefnastjórnar við úthlutunina sem fram fór í Blábankanum á Þingeyri.

Verkefnin sem fengu styrk voru:

  • Uppfærsla Þingeyrarvefjarins: 180.000
  • Listaakademían á Þingeyri: 500.000
  • The Tank: 1.000.000
  • Námskeið og fyrirlestrar Víkingaskóla Skálans: 570.000
  • Hjólavika: 90.000
  • Sköpunarsveimur: 400.000
  • Aðstaða Golfklúbbsins Glámu: 980.000
  • Hjólareiðakeppnin Ísafjörður – Þingeyri: 100.000
  • Fjölskyldum boðið til Þingeyrar: 500.000
  • Veggmyndir á Þingeyri: 300.000
  • Hljóðafærasafn Jóns: 500.000
  • Námskeið í grafískri hönnun: 80.000
  • Handverkssýning/opin vinnustofa: 200.000
  • Gíslasaga víkingaviðburðir og námskeið: 400.000
  • Yasuaki Tanago til Þingeyrar: 200.000