Nýjar reglur um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa
Bæjarstjórn hefur samþykkt nýjar reglur um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Ísafjarðarbæ.
Reglurnar eru formfesting á verklagi og til frekari skýringar um atriði er snúa meðal annars að veikindarétti, lífeyrisgreiðslum, akstursgreiðslum, greiðslum vegna setu óreglulegra funda. Einnig að því hvernig og hverjum skal greitt fyrir fundasetu og fjárhæð greiðslna.
Hingað til hafa mánaðar- og fundargreiðslur til kjörinna fulltrúa tekið mið af fastri fjárhæð sem uppreiknast árlega með hliðsjón af launavísitölu. Í nýju reglunum eru greiðslurnar reiknaðar sem hlutfall af þingfararkaupi, 1,7%-6,7% eftir nefnd og hlutverki, og skal upphæðin taka breytingum út frá breytingum á þingfararkaupi 1. júlí ár hvert. Breytingin leiðir ekki til hækkunar kaups nefndarmanna, enda er miðað við sömu krónutölu og áður.
Þóknun kjörinna fulltrúa er sem hér segir:
|
|
Hlutfall þingfarkaups |
Fjárhæð miðað við 1. júlí 2025 |
|
Forseti bæjarstjórnar, mánaðarþóknun |
6,7% |
107.555 |
|
Aðalfulltrúi í bæjarstjórn, mánaðarþóknun |
6,7% |
107.555 |
|
Forseti bæjarstjórnar, þóknun pr. fund |
6,7% |
107.555 |
|
Fulltrúi í bæjarstjórn, þóknun pr. fund |
3,3% |
53.777 |
|
|
||
|
Formaður bæjarráðs, þóknun pr. fund |
6,7% |
107.555 |
|
Fulltrúi í bæjarráði, þóknun pr. fund |
3,3% |
53.777 |
|
|
|
|
|
Formaður í nefnd/ráði, þóknun pr. fund |
3,3% |
53.777 |
|
Fulltrúi í nefnd/ráði, þóknun pr. fund |
1,7% |
26.889 |
|
|
|
|
|
Þóknun fyrir fundarsetu heilan dag |
3,3% |
53.777 |
|
Þóknun fyrir fundarsetu hálfan dag |
1,7% |
26.889 |
Nefndirnar og ráðin sem falla undir reglurnar eru:
- Bæjarstjórn
- Bæjarráð
- Fjallskilanefnd
- Hafnarstjórn
- Menningarmálanefnd
- Skipulags- og mannvirkjanefnd
- Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
- Umhverfis- og framkvæmdanefnd
- Velferðarnefnd
- Öldungaráð
- Yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir
- Aðrar nefndir og starfshópar sem skipaðir eru samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar