Ný saunahús við sundlaugarnar á Flateyri og Suðureyri

Nýja saunahúsið á Suðureyri.
Nýja saunahúsið á Suðureyri.

Tvö ný saunahús hafa verið tekin í notkun við íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins, annað við sundlaugina á Flateyri og hitt við sundlaugina á Suðureyri.

Saunahúsin eru af gerðinni Alþingi frá heitirpottar.is. Húsin eru með útsýnisglugga og í þeim er pláss fyrir 4-5 fullorðna. Bekkir, veggir og loft eru klædd með hitameðhöndlaðri ösp en gólfin eru flísalögð.