Ný götuheiti í Dagverðardal: Hádegislaut, Skíðalaut og Hnífalaut
11.08.2025
Fréttir
Bæjarráð hefur samþykkt götuheiti á þremur nýjum götum í frístundabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði.
Gata 1 fær heitið Hádegislaut, gata 2 fær heitið Skíðalaut og gata 3 fær heitið Hnífalaut.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir tillögum frá almenningi í byrjun sumars og bárust tillögur frá yfir 20 manns, sem sumir sendu inn fleiri en eina.
Göturnar má sjá á meðfylgjandi mynd en einnig er hægt að glöggva sig betur á skipulagi svæðisins í deiliskipulagsuppdrætti.
Bæjarráð fer með fullnaðarákvörðun mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.