Molinu og Gosi í Edinborg

Hljómsveitin Molinu heldur tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 3. nóvember klukkan 21 og Gosi hitar upp.

Hljómsveitin Molino leikur tilraunakennt diskópopp með súrrealískum keim. Sveitin gaf nýverið út EP plötuna Dodgy Dealings og nýtt myndband við lagið Forlorn. Í desember 2017 vann hljómsveitin til The Records verðlaunanna og er ný LP plata í bígerð. Hin Amsterdam-bundna hljómsveit vefur saman raftónlist, avant-garade, indie rock og djass. Óalgeng samsetning sveitarinnar kallar fram spennu milli forms og spuna, frásagnar og tilraunar, hins raunverulega og hins óþekkta.

Hljómsveitina skipa:
Daniël Eskens - Rafbassi og synthbassi
George Hadow - Trommur
Linus Kleinlosen - Saxófónar og hljómborð
Matthías Sigurðsson - Klarinett, rafhljóð og söngur
Oliver Emmitt - Söngur, básúna, úkúlele og gítar

Gosi hitar upp

Gosi er hljómsveit sem samanstendur af tónlistartækninum Andra Pétri og söngkonunni Mörtu Sif. Parið flytur indý-dans tónlist innblásna af allri tónlist sem hægt er að dansa við. Diskó, pönk, kántrý, fönk og allt þar á milli. Með dáleiðandi takta, töfrandi myndefni og mjaðmahnykkjandi lagstúfa syngja þau sig inn í hug og hjörtu áheyrenda.
Gosi gaf út sýna fyrstu smáskífu React rafrænt í september 2017, og vinna nú að sinni fyrsti breiðskífu.