Mateusz Klóska íþróttamaður Ísafjarðarbæjar

Elísabet Samúelsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, Mateusz Klóska og Kristján Kristjánss…
Elísabet Samúelsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, Mateusz Klóska og Kristján Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar.

Mateusz Klóska var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar sunnudaginn 29. desember en hann leikur með blakdeild Vestra. Mateusz er stigahæsti leikmaður liðsins og var valinn í draumalið fyrri hluta tímabilsins í úrvalsdeildinni.

Við sama tilefni var efnilegasti íþróttamaðurinn útnefndur en það var hún Linda Rós Hannesdóttir úr Skíðafélagi Ísfirðinga sem hlaut þann titil. Þá voru þær Guðríður Sigurðardóttir og Rannveig Pálsdóttir heiðraðar fyrir störf sín í þágu lýðheilsu kvenna en þær hafa staðið fyrir leikfimitímum fyrir konur í íþróttasalnum við Austurveg tvisvar í viku í yfir 40 ár.  

Sif Huld Albertsdóttir, varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar, Guðríður Sigurðardóttir og Rannveig Pálsdóttir

Sif Huld Albertsdóttir, varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar, Guðríður Sigurðardóttir og Rannveig Pálsdóttir