Malbikun gatna 2023

Bæjarráð hefur samþykkt tilboð Malbikunar Norðurlands ehf. í malbikun gatna í sveitarfélaginu sumarið 2023.

Verkið felur í sér að malbika götur á Flateyri, Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri, bæði nýlögn og yfirlögn á eldri götum.

Á Flateyri verður Eyrarvegur malbikaður, á Suðureyri verður Freyjugata malbikuð og á Þingeyri verður malbikað meðfram og neðan við íþróttahús og Sjávargata neðan við bensínstöð og Simbahöllina.

Í Skutulsfirði verður malbikað í Æðartanga og Fjarðarstræti frá Norðurvegi niður að Sundstræti. Þá verður sá hluti Skógarbrautar sem liggur niður að húsum 3 og 3a malbikaður sem og Tungubraut og Bræðratunga í Tunguhverfi og akrein sem liggur upp að Funa í Engidal.

Betur er hægt að glöggva sig á fyrirhuguðum framkvæmdum með því að skoða meðfylgjandi yfirlitsmyndir.

Yfirlitsmynd yfir götur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri

Yfirlitsmynd yfir götur í Skutulsfirði

Fjögur tilboð bárust í verkið og var Malbikun Norðurlands með lægsta boðið, 77.700.000 kr., sem er 71,2% af kostnaðaráætlun.