Lokafrestur vegna hreinsunar á Suðurtanga

Eftir viku hefst dýpkun við Sundabakka á Ísafirði. Í fyrstu lotu dýpkunarinnar verður efni dælt upp á Suðurtanga og er það liður í að hækka landið til að bregðast við hækkandi sjávarstöðu.

Því er beint til fyrirtækja, einstaklinga og félagasamtaka sem eiga lausafjármuni og aðrar eigur á Suðurtanga að fjarlægja þá án tafar.

Lausamunir sem verða eftir á svæðinu þann 5. júní verða fjarlægðir af Ísafjarðarbæ og eftir atvikum settir í geymslu eða fargað umsvifalaust.

Eigendur hafa tækifæri til að sækja hluti úr geymslunni gegn gjaldi og miðast upphæðin við flutningskostnað við að flytja hlutinn af opnum svæðum í geymslu. Einnig þarf að framvísa gögnum um rétt eignarhald. Frestur til að sækja hluti í geymslu er 30 dagar.

Á það er bent að í nóvember 2020 var skorað á eigendur lausamuna á Suðurtanga að fjarlægja eigur sínar.