Lokað fyrir vatn á hluta Suðureyrar í kvöld og nótt

Lokað verður fyrir vatnið á eftirfarandi götum á Suðureyri kl. 21 í kvöld, 17. ágúst, til kl. 7 eða 8 í fyrramálið:

Eyrargata
Rómarstígur
Skólagata
Stefnisgata

Mögulega verður gripið til þessara aðgerða áfram næstu daga á meðan unnið er að því að finna lausn á bilun í vatnsveitu bæjarins en tilkynnt verður um það sérstaklega.