Loftgæði vegna eldgosa
17.07.2025
Fréttir
Ísafjarðarbær vill benda íbúum á að hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefsíðunni loftgaedi.is
Jafnframt er hægt að sjá niðurstöður frá loftgæðamælum sem eru staðsettir á hafnarskrifstofum á Ísafirði á neðangreindri slóð. Þar kemur fram hver gæði loftsins eru, en þeir mæla fínt svifryk.
Bent er á að viðkvæmir þurfi að gæta sín og jafnvel halda sig innandyra. Börn, eldra fólk og asmaveikir eru sérstaklega viðkvæmir.