Loftgæði vegna eldgosa

Ísafjarðarbær vill benda íbúum á að hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefsíðunni loftgaedi.is

Jafnframt er hægt að sjá niðurstöður frá loftgæðamælum sem eru staðsettir á hafnarskrifstofum á Ísafirði á neðangreindri slóð. Þar kemur fram hver gæði loftsins eru, en þeir mæla fínt svifryk.

Bent er á að viðkvæmir þurfi að gæta sín og jafnvel halda sig innandyra. Börn, eldra fólk og asmaveikir eru sérstaklega viðkvæmir.

https://map.purpleair.com/air-quality-standards-us-epa-aqi?select=275856&opt=%2F1%2Flp%2Fa10%2Fp604800%2FcC0#9.32/65.9766/-23.3988