Lífið í Ísafjarðarbæ á nýju ári — lifid.isafjordur.is
03.01.2025
Fréttir
Viltu finna þér eitthvað að gera á nýju ári? Ísafjarðarbær heldur úti sérstökum vef með upplýsingum um viðburði, tómstundir, menningu og félagsstarf í sveitarfélaginu, lifid.isafjordur.is.
Efninu á vefnum er skipt upp í þrjá flokka
- Íþróttir og tómstundir
- Menning og listir
- Hreyfing og útivist
Undir þessum flokkum má finna yfirlit yfir allt frá íþróttaæfingum og -aðstöðu, yfir í upplýsingar um menningarstarf, félagsstarf, söfn, sýningar- og viðburðasali og helstu útivistarstaði. Efnið er flokkað eftir aldurshópum og staðsetningu, eftir því sem við á.
Á forsíðu vefsins er einnig viðburðadagatal sem íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með og senda inn viðburði sem eru á döfinni.
Tekið er við ábendingum um viðbætur og lagfæringu á efni á lifid.isafjordur.is á upplysingafulltrui@isafjordur.is.