Lengur hopptími á belgjum bæjarins

Frá og með 1. júní verður opnunartíma ærslabelgja Ísafjarðarbæjar breytt þannig að þeir verða hopphæfir til að verða 22 á kvöldin. Loftdælan hættir að blása klukkan 21.30, en eins og börn og foreldrar þekkja þá tekur belgina góða stund að verða loftlausir og það er mikið sport að vera á þeim meðan loftið er að fara úr þeim.