Leikskólaverkefni um snemmtæka íhlutun tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna

Mynd: www.skolathroun.is
Mynd: www.skolathroun.is

Verkefnið Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi leikskólabarna, sem leikskólar Ísafjarðarbæjar eru þátttakendur í, hefur verið tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2022, í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. 

Á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun kemur fram að verkefnið nái til rúmlega fimmtíu leikskóla og hefur það að markmiði að leikskólabörn nái hámarksárangri hvað varðar mál, tal og boðskipti og undirbúning hvað varðar lestur og læsi. Unnið er að því að efla þekkingu, skilning og færni starfsfólks skólanna á málörvun og málþroska í samræmi við hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun og heildstæða skólastefnu. 

Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu.

Nánari upplýsingar um verkefnið