Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins fær húsnæði á Þingeyri

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Elfar Logi Hannesson, leikhússtjóri Kómedíulei…
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Elfar Logi Hannesson, leikhússtjóri Kómedíuleikhússins.

Ísafjarðarbær hefur gert samkomulag við Kómedíuleikhúsið um að veita leikhúsinu afnot af húsnæði undir Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins. Húsnæðið sem um ræðir stendur við Vallargötu 3, Þingeyri og hýsti áður bókasafn og bæjarskrifstofu Þingeyrarhrepps.

Samkomulagið var handsalað í Blábankanum á Þingeyri þann 10. október. Kómedíuleikhúsið fékk einnig styrk til uppbyggingar Leiklistarmiðstöðvarinnar úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar sem úthlutað var úr í maí síðastliðnum.

Einn af fyrstu viðburðunum í nýrri Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins verða einleikjabúðir Act Alone 1.-3. nóvember.