Leiðbeiningar fyrir stjórnendur skemmtiferðaskipa

Umhverfisstofnun, Landhelgisgæsla og Samgöngustofa hafa getið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur skemmtiferðaskipa sem koma til Íslands er varðar siglingar og landtöku skemmtiferðaskipa utan hafnasvæða. Markmið útgáfunnar er meðal annars að tryggja að stjórnendur farþegaskipa fari að íslenskum lögum og reglugerðum og að ferðir og ferðaáætlanir farþegaskipa á sjó og á landi fari ekki í bága við umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf á Íslandi. Þá eiga leiðbeiningarnar að vekja athygli stjórnenda farþegaskipa á öryggi skipanna og farþega þeirra við og á Íslandi.

Leiðbeiningabækling má nálgast bæði á íslensku og ensku.

Leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa sem koma til Íslands

Guidelines for masters of cruise and passenger ships arriving in Iceland