Kynning á vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar

Mynd: Verkís
Mynd: Verkís

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 2. nóvember 2023 að heimila kynningu á vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar, greinargerð frá 20. október 2023, unnin af Verkís ehf., vegna stækkunar á Mjólkárvirkjun og áforma Orkubús Vestfjarða um afhendingu á endurnýjanlegu eldsneyti við Mjólkárvirkjun og nýjar byggingar í tengslum við starfsemi svæðisins.

Gildandi deiliskipulag spannar um 29 km² í landi Borgar í Borgarfirði, sem er innfjörður Arnarfjarðar. Stærstur hluti þess tilheyrir Glámuhálendinu en svæðið liggur að sjó í Borgarfirði í Arnarfirði.

Deiliskipulagsbreytingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni er unnin breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 mál 833/2023 í Skipulagsgáttinni.

Greinargerð: Mjólkárvirkjun — Breyting á deiliskipulagi

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgátt Skipulagstofnunar eða á skipulagsfulltrúa á skipulag@isafjordur.is fyrir 12. desember 2023.

Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum varðandi skipulagsgáttina gegnum netfangið skipulag@isafjordur.is .

Vinnslutillagan verður kynnt í opnu húsi á Bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, á 4. hæð, í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, þann 22. nóvember 2023 kl 13-16.

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar