Kynning á vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi við Mjólká

Mjólkárvirkjun og fyrirhuguð framkvæmdasvæði á milli Tangavatns og Hólmavatns og sunnan Mjólkár í Bo…
Mjólkárvirkjun og fyrirhuguð framkvæmdasvæði á milli Tangavatns og Hólmavatns og sunnan Mjólkár í Borgarfirði.
Fyrirhuguð mannvirki á milli Hólmavatns og Tangavatns eru merkt inn á myndina.
Mynd: Verkís.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar vinnslutillögur vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Mjólká, vegna stækkunar virkjunar, afhendingar grænnar orku og byggingu á nýrri bryggju, skv. II. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreyting tekur til tveggja svæða. Annars vegar til svæðisins á milli Tangavatns og Hólmavatns sem tilheyrir Glámuhálendinu. Hins vegar tekur breytingin til innanverðs og sunnanverðs Borgarfjarðar, sem er innfjörður Arnarfjarðar.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar eru eftirfarandi:

  • Að heimila aukna nýtingu vatnsorku á vatnasviði Mjólkár og þar með auka raforkuframleiðslu Mjólkárvirkjunar og bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.
  • Að skapa aðstöðu fyrir afgreiðslu og framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti við Mjólkárvirkjun.
  • Að bæta hafnaraðstöðu í sunnanverðum Borgarfirði

Skipulagslýsing var kynnt frá 30. janúar til 22. febrúar 2023.

Aðalskipulagsbreytingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Fyrirhuguð stækkun Mjólkárvirkjunar er tilkynningarskyld framkvæmd skv. lið 3.15 í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 (vatnsorkuver með uppsett rafafl 200 kW eða meira).

Greinargerð vinnslutillögu

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgátt Skipulagstofnunar eða á skipulagsfulltrúa á skipulag@isafjordur.is fyrir 12. desember 2023.

Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum varðandi skipulagsgáttina gegnum netfangið skipulag@isafjordur.is .

Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi en ekki formlega auglýsingu.

Vinnslutillagan verður kynnt í opnu húsi á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar á 4. hæð, í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 22. nóvember 2023 kl 13-16.

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar