Kynning á OneLandRobot fyrir byggingarstjóra

Umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar býður byggingarstjórum í sveitarfélaginu á fund mánudaginn 14. nóvember til að kynna hugbúnaðarlausnina OneLandRobot sem verður að fullu tekið í notkun hjá sveitarfélaginu um áramótin. 

OneLandRobot færir umsóknaferli tengd byggingum mannvirkja inn í þjónustugátt Ísafjarðarbæjar og verða þá öll samskipti sveitarfélagsins og umsækjanda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara rafræn. Lausnin gerir umsækjendum og þeim sem að verki koma einnig kleift að fylgjast með stöðu þess í gegnum gáttina.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu og hefst kl. 13. Hægt er að tilkynna þátttöku til byggingarfulltrúa á netfangið bygg@isafjordur.is.