Kveðja til Grindvíkinga

Ísafjarðarbær sendir fyrir hönd íbúa hlýjar kveðjur til Grindvíkinga sem hafa þurft að rýma hús sín. Hugur okkar er hjá íbúum í Grindavík og tekur Ísafjarðarbær vel á móti þeim ef einhver vilja leita vestur.

Íbúar í Ísafjarðarbæ sem geta boðið upp á húsnæði á meðan rýmingu stendur eru hvattir til að skrá sig á lista Rauða krossins yfir boð um húsnæði til Grindvíkinga.