Kortasjáin og gönguleiðir

Í tilefni þess að nú er hreyfivika UMFÍ í gangi, þá langar okkur að benda á að í kortasjánni má skoða gönguleiðir í Ísafjarðarbæ.

Hægt er að ýta á þennan link og færa sig yfir á kortasjánna.

Eins og má sjá á meðfylgjandi mynd, þá er valmynd hægra megin og þar hægt að fara í "Útivist" og velja þar gönguleiðir við hæfi. Þó svo að meðfylgjandi mynd sé af Ísafirði, þá er hægt að færa kortið til og skoða aðra staði í sveitarfélaginu.

Við hvetjum fólk til að skoða vel Kortasjánna, en þar má t.d. finna hvernig garðslætti er hagað, hvaða framkvæmdir eru í gangi og margt fleira.