Jóna Lind Kristjánsdóttir ráðin sem leikskólastjóri Tanga

Jóna Lind Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem leikskólastjóri í leikskólanum Tanga á Ísafirði, sem nú er orðin sjálfstæð leikskólaeining en var áður ein deild leikskólans Sólborgar. Jóna tók við starfinu frá og með 1. ágúst síðastliðnum.

Jóna Lind lauk burtfararprófi frá Fósturskóla Íslands 1992 og öðlaðist þá réttindi til uppeldisstarfa. Leyfisbréf sem leikskólakennari fékk hún svo 2008.

Jóna Lind hefur yfirgripsmikla reynslu af störfum í leikskóla og hefur unnið nánast sleitulaust í leikskólum Ísafjarðarbæjar og víðar frá árinu 1991. Fyrst starfaði hún sem starfsmaður í leikskóla og síðar sem leikskólakennari í Eyrarskjóli. Þá hefur hún jafnframt unnið sem leikskólastjóri í Bakkaskjóli, Eyrarskjóli og Grænagarði. Frá 2016 hefur hún starfað sem deildarstjóri á Tanga, 5 ára deildar Sólborgar og á tímabili starfaði hún þar einnig sem aðstoðarleikskólastjóri.

Við óskum Jónu Lind hjartanlega til hamingju með nýtt starf og bjóðum hana hjartanlega velkomna til áframhaldandi starfa.