Ísland ljóstengt: 14 milljónir standa Ísafjarðarbæ til boða

Fjarskiptasjóður hefur lokið yfirferð á styrkumsóknum í B-hluta Ísland ljóstengt 2021 og vegna ljósleiðarastofnstrengja. Þrettán sveitarfélögum stendur til boða samtals 180 milljónir króna og þar af standa Ísafjarðarbæ 14 milljónir til boða til að tengja bæi í dreifbýli í Súgandafirði, Önundarfirði og Skutulsfirði.

Áætlaður heildarkostnaður verksins er 23 m.kr., áætluð aðkoma samstarfsaðila er framlag upp á 6,5 m.kr. og svo kemur til styrkur Fjarskiptasjóðs upp á 14 milljónir.

Ísland ljóstengt er tímabundið landsátak þar sem markmiðið er að 99,9% lögheimila og fyrirtækja á landinu eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu.