Ísafjörður: Víðtæk vatnslokun mánudaginn 17. maí

Mánudaginn 17. maí kl. 17 verður vatn tekið af svo kallaðri rækjulögn á Ísafirði, vegna leka við Hafnarstræti 23. Vitað er að þessi lokun mun slökkva á vatni í Stjórnsýsluhúsinu, Hótel Ísafirði, Kampa, Sindragötu 4-6 og 12-15, Mávagarði, Sundabakka og Húsasmiðjunni. Mögulega mun lokunin hafa víðtækari áhrif auk þess sem kraftur á vatninu gæti minnkað á eyrinni neðan Sólgötu.

Áætlað er að vinna við viðgerð muni standa fram á kvöld, jafnvel fram á nótt.