Ísafjörður: Lokað tímabundið fyrir umferð í Sólgötu

Mánudaginn 11. maí hefst vinna við að skipta um vatnskrana í Sólgötu á Ísafirði. Því verður lokað fyrir umferð um götuna frá kl. 8:00 þann 11. maí og í tvo-þrjá daga eftir því hversu vel gengur að klára verkið. Þar sem lagnir í götunni eru gamlar er ekki vitað um gerð né ástand þeirra, sem skýrir óvissu um hversu lengi viðgerðin mun standa yfir.

Hjáleið verður um Túngötu.