Ísafjörður: Lokað fyrir vatnið á efri hluta eyrarinnar 12. maí

Vegna viðgerða verður lokað fyrir vatnið á efri hluta eyrarinnar á Ísafirði þriðjudaginn 12. maí frá kl. 8-10.

Götur sem vitað er að verða vatnslausar eru Sólgata, Mánagata, Pólgata og Fjarðarstræti frá númer 26 og upp að Íshúsfélagi.

Mögulega geta orðið truflanir í nærliggjandi götum ef skrúfa þarf fyrir fleiri krana.